Svíar vilja,að Ísland sæki um aðild að ESB fyrir lok júlí

Beatrice Ask, dómsmálaráðherra Svíþjóðar, segir að umsókn um aðild að Evrópusambandinu frá Íslendingum verði að berast eins fljótt og auðið er vilji þeir leita aðstoðar Svía í umsóknarferlinu.

Svíar verða í forsæti Evrópusambandsins frá og með 1. júlí næstkomandi og munu gegna því hlutverki næsta hálfa árið. „Afstaða Svía er alveg ljós; við viljum fá fleiri Norðurlandaþjóðir inn í Evrópusambandið og stuðningur Norðurlandanna getur reynst Íslendingum mikilvægur.“ Ask segir jafnframt að ríkisstjórn Svíþjóðar hafi fylgst vel með vandræðum Íslendinga og hún leitist við að aðstoða Íslendinga eftir fremsta megni.(mbl.is)

Það er mikilsvirði fyrir Ísland,að Svíar skuli taka við forsæti ESB 1.júlí.Ef Ísland  kýs að sækja um geta Svíar veitt Íslandi  aðstoð i umsóknarferlinu.

 

Björgvin Guðmundsson

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband