Var það skipun IMF að skera niður velferðarkerfið?

 

 

 Ögmundur Jónasson hefur lítið dáæti  á Alþjóðagjaldeyrissjóðnum (IMF).Löngu áður en Ísland leitaði  aðstoðar IMF  varaði Ögmundur við sjóðnum og sagði,að krafa IMF væri að skorið væri niður í velferðarkerfinu. Menn tóku á þessum tíma mátulega mikið mark á Ögmundi varðandi IMF. En nú er "félagshyggjustjórn" að skera niður almannatryggingar þó því hafi áður verið lýst yfir að staðinn yrði vörður um velferðarkefið.Hvað er að gerast? Hvers vegna þarf allt í einu að skera niður almannatryggingar þrátt fyrir fyrri yfirlýsingar?  Er það skipun frá IMF? Ja,það hvarflar að manni að Ögmundur hafi haft á réttu að standa.

 

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband