Kjaraskerðing aldraðra og öryrkja samþykkt á alþingi í morgun.Mótmæli hundsuð

Alþingi samþykkti í morgun frv.um ráðstafanir í ríkisfjármálum og þar á meðal kjaraskerðingu aldraðra og öryrkja. Ríkisstjórnin hundsaði mótmæli Landssambands eldri borgara,Öryrkjabandalags Íslands  og 60 +, samtaka eldri Samfylkingarmanna.Það hefur ekkert breyst þó komin sé ný ríkisstjórn. Mótmæli almennings eru hundsuð.Kröfu eldri borgara og öryrkja um að kjaraskerðingin yrði dregin til baka var stungið undir stól. Hvernig er með ný vinnubrögð,sem boðuð voru?Það bólar ekkert á þeim. Hér eftir er ekki unnt að kalla ríkisstjórnina félagshyggjustjórn.Það má ef til vill kalla hana fyrrverandi félagshyggjustjórn.En ríkisstjórnin veldur félagshyggjumönnum miklum vonbrigðum.

 

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband