Þriðjudagur, 30. júní 2009
Ríkisbankar í hendur erlendra aðila?
Hugsanlegt er að tveir ríkisbankanna verði komnir, að einhverju eða jafnvel öllu leyti, í eigu erlendra aðila 17. júlí. Þetta sagði Gylfi Magnússon viðskiptaráðherra á Alþingi í gær.
Þetta er þó ekki fast í hendi, segir Gylfi. Ef það gengur ekki eftir getur verið að erlendir kröfuhafar eignist kauprétt á einhverjum hluta hlutafjár í bönkunum sem þeir gætu þá nýtt sér síðar."
Fjármálaeftirlitið frestaði því nýlega til 17. júlí að ljúka við efnahagsreikninga nýju bankanna. Fyrirséð er að sá dagur verði merkisdagur í sögu íslenska bankakerfisins af fyrrnefndum sökum, segir Gylfi.
Sigmundur Ernir Rúnarsson, þingmaður Samfylkingarinnar, spurði Gylfa að því hvort unnar hefðu verið samræmdar reglur um lánveitingar ríkisbankanna, og hver sýn hans væri á framtíðareignarhald bankanna.
Gylfi sagði að samræmdar útlánareglur væru ekki til, en á því kunni að verða breyting með svonefndri bankasýslu ríkisins. Um eignarhaldið sagði Gylfi þetta:
Ég vil því ekki spá því nákvæmlega hvernig eignarhald verður í haust en ég held að fyrirsjáanlega hljótum við að stefna að því að þessir bankar komist að verulegu leyti úr eigu ríkisins fyrr en síðar."( visir)
Ekki er ég hrifinn af því að erlendir aðilar eignist íslensku bankana að öllu leyti.Mér finnst nauðsynlegt að ríkið eigi verulegan hlut í bönkunum. Einkavæðing bankanna,hin fyrri leiddi, í ljós,að einkaeign banka getur verið mjög varasöm og erlendir aðilar geta farið illa að ráði sínu ekki síður en íslenskir.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.