Kauplækkun eldri borgara tekur gildi á morgun!

Á morgun,1.júlí tekur kauplækkun aldraðra og öryrkja gildi.Eldri borgarar og öryrkjar   eru þeir einu í þjóðfélaginu,sem sæta kjaraskerðingu nú en sama daginn hækka laun launþega innan ASÍ um  6750 kr.( fyrri hluti) Ríkisstjórn Samfylkingar og VG,sem áður kenndi sig við félagshyggju en getur það ekki lengur, þykir það sæmandi að lækka laun aldraðra og öryrkja um leið og aðrir í þjóðfélaginu fá kauphækkun.Það voru tvö ráðuneyti,sem voru tilbúin að skera niður útgjöld á miðju ári,félags-og tryggingamálaráðuneytið og samgönguráðuneytið.Þess verður ekki vart,þegar dagblöðin eru lesin,að það sé mikill samdráttur í vegaframkvæmdum samgönguráðuneytis á þessu ári.Samdrátturinn virðist því allur vera  hjá almannatryggingum,hjá öldruðum og öryrkjum.Þetta er sá málaflokkur,sem ríkisstjórnin ætlaði að hlífa.Það hefur nú verið svikið.

 

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband