Þriðjudagur, 30. júní 2009
Mikil eftirsjá af Michael Jackson
Mukil umfjöllun á sér nú stað um Michael Jackson um allan heim eftir að poppstjarnan féll frá. Menn eru sammála um að Jackson hafi verið mikill listamaður og athyglisvert er,að einstakar hljómplötur hans hafa selst meira en Bítlaplötur.
Mér finnst mikil eftirsjá af Michael Jackson.Hann var skemmtilegur og góður listarmaður,bæði söngvari og dansari og hafði mikla útgeislun.Ég tel,að megnið af sögunum,sem dreift hafi verið um hann hafi verið upplogið.
Ég er ákveðinn í því að fá mér góðan geisladisk með Jackson,annað hvort "Greatest hits" eða Thriller.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.