Þriðjudagur, 30. júní 2009
Vilja menn verja velferðarkerfið?
Rætt var um fjármál ríkisins á alþingi í dag.Það kom fram hjá þingmönnum Samfylkingarinnar að þeir vilja verja velferðarkerfið.Hið sama kom fram hjá fjármálaráðherra.Það er ekki í samræmi viö þá stefnu að skera niður lífeyri aldraðra og öryrkja.Væntanlega hafa stjórnarflokkarnir þetta stefnumið betur í huga við frekari niðurskurð. En það er ekki nóg. Það verður að leiðrétta á ný lífeyri lífeyrisþega. Þeir verða að fá leiðréttingu á sínum kjörum eins og launþegar á almennum markaði og eins og opnberir starfsmenn eru að semja um nú.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.