Frv. um rikisábyrgð lagt fram

Frumvarp um ábyrgð ríkissjóðs vegna Icesave var lagt fram nú fyrir stundu. Hart hefur verið deilt um frumvarpið en á blaðamannafundi sagði Steingrímur J. Sigfússon að niðurstaðan væri ásættanleg.

Frumvarpið er ítarlegt en þar kemur fram að októbersamningar svokallaðir hafi verið erfiðir íslensku sendinefndinni gagnvart hollenskum yfirvöldum. Þá var búið að semja um vexti upp á 6.6 prósent og afborganir tæku tíu ár.

Þá kemur fram að dómstólaleiðin hafi ekki verið fær vegna þess að viðsemjendur vildu ekki fara þá leið. Þá kom fram að þrátt fyrir innistæðutryggingakerfið tæki ekki til allsherjarhruns eins og varð á Íslandi þá var dómstólaleiðin ekki fær.

Alls eru skuldirnar 705 milljarðir samkvæmt skjalinu.(ruv.is)

Það er hamrað á því ,að dómstólaleiðin sé ekki fær og að íslenska ríkið eigi að borga,ég tel hvort tveggja rangt. Ef Ísland hefði neitað að borga hefðu Bretar og Hollendingar orðið að stefna Íslendingum og þá hefði málið farið fyrir dómstóla.Varðandi ábyrgð ríkisins tel ég ,að ekki sé um hana að ræða. Ekkert i tilskipun ESB segir að ríki sé ábyrgt.

 

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband