Hvers vegna eiga Björgólfsfeðgar að fá afskrifaða 3 milljarða hjá Kaupþingi?

Fréttablaðið skýrir frá því í dag,að  Björgólfur Guðmundsson og Björgólfur Thor Björgólfsson vilji fá 3 milljarða fellda niður af skuld sinni í bankanum vegna kaupa á Landsbankanum á sínum tíma.Skuldin nemur nú tæpum 6 milljörðum með dráttarvöxtum.Fréttablaðið sagði frá því 9.apríl sl. að Kaupþing hefði stefnt þeim feðgum vegna skuldarinnar.En af einhverjum ástæðum barst þeim feðgum ekki stefnan. Það er misharkalega gengið að skuldurum. Þegar almenningur á í hlut er gengið með fullri hörku að fólki,jafnvel þó um litlar skuldir sé að ræða,1 eða 2 milljónir og íbúðir boðnar upp. Er hér er tekið með silkihönskum á málum.

Ég sé ekki hvers vegna þeir Björgólfsfeðgar eiga að fá felldan niður helming af skuld sinni við Kaupþing,3 milljarða kr., fremur en almenningur  sem er í greiðsluvandræðum. Það verður eitt yfir alla að ganga. Landsbankinn undir stjórn þeirra feðga  var ekki fús til þess að afskrifa stórar upphæðir hjá skuldurum.Auk þess er að falla á Íslendinga stór reikningur vegna Ice save,sem Landsbankinn og  stjórnendur hans  bera fulla ábyrgð á.

 

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband