Ţriđjudagur, 7. júlí 2009
Útlán ILS dragast saman um 30%
Heildarútlán Íbúđalánasjóđs drógust saman um 30% á fyrstu sex mánuđum ársins samanboriđ viđ sama tímabil í fyrra. Alls námu útlánin 17,4 milljörđum króna. Í júní námu lánin rúmlega 2,6 milljörđum króna. Ţar af voru rúmir 1,9 milljarđar vegna almennra lána og rúmar 700 milljónir vegna leiguíbúđalána.
Heildarútlán sjóđsins jukust um tćp 3,6 % í júní frá fyrri mánuđi. Međalútlán almennra lána voru um 10,6 milljónir króna í júní, sem er aukning um 11% frá fyrri mánuđi.
Alls lánađi Íbúđalánasjóđur um 8 milljarđa króna á öđrum ársfjórđungi, sem er um 15% minna en á fyrsta fjórđungi ársins.
Ţann 16. júní hélt Íbúđalánasjóđur fjórđa útbođ íbúđabréfa á árinu 2009. Alls bárust tilbođ fyrir 12,195 milljarđa ađ nafnverđi. Ákveđiđ var ađ taka tilbođum ađ nafnverđi 1,925 milljarđa króna í HFF34 á međalávöxtunarkröfunni 4,13% án ţóknunar og 1,575 milljarđa króna í HFF44 á međalávöxtunarkröfunni 4,13% án ţóknunar. Útlánavextir sjóđsins lćkkuđu um 0,1% í kjölfariđ. Nýir vextir íbúđalána eru ţví 4,60% međ uppgreiđsluákvćđi og 5,10% án uppgreiđsluákvćđis. Vaxtaákvörđunin tók gildi 18. júní 2009.
Heildarvelta íbúđabréfa í júní nam tćplega 75,3 milljörđum, sem er 17% meiri velta en í fyrri mánuđi. Heildarvelta bréfanna nemur 407,8 milljörđum ţađ sem af er árinu 2009.(mbl.is)
Ţessi samdráttur er eđlilegur miđađ viđ ástandiđ í ţjóđfélaginu. Íbúđabyggingar hafa ađ mestu leyti stöđvast enda var markađurinn orđinn vel mettađur.
Björgvin Guđmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.