Ţriđjudagur, 7. júlí 2009
Sérstakur saksóknari gerir húsleit hjá Sjóvá og Milestone
Starfsmenn sérstaks saksóknara eru nú ađ sćkja gögn í höfuđstöđvar Sjóvár og Milestone. Samkvćmt heimildum fréttastofu verđur einnig leitađ á einkaheimilum.
Rannsókn sérstaks saksóknara lýtur ađ meintum auđgunarbrotum hjá Sjóvá og Milestone og taliđ ađ máliđ sé eitt umfangsmesta fjársvikamál Íslandssögunnar.
Nú skömmu fyrir hádegi fóru starfsmenn Ólafs Ţ. Haukssonar sérstaks saksóknara inn í Sjóvá og fjárfestingafélagiđ Milestone sem er í eigu brćđranna Karls og Steingríms Wernerssona en félagiđ keypti Sjóvá fyrir 3 árum. Hörđur Arnarson sem er nýr forstjóri Sjóvár stađfesti nú rétt fyrir fréttir ađ starfsmenn saksóknara vćru ţar ađ leggja hald á gögn.
Hann sagđi ennfremur ađ starfsfólk sitt gerđi allt sem í ţeirra valdi stćđi til ađ ađstođa ţá og ađ tilkynning um máliđ yrđi send fjölmiđlum síđar í dag. Ţá hefur fréttastofa heimildir fyrir ţví ađ einnig sé leitađ heima hjá Karli og Steingrími Wernerssonum og Ţór Sigfússyni fyrrverandi forstjóra Sjóvár.
Fjárfestingarfélagiđ Milestone keypti Sjóvá fyrir um 3 árum, en Milestone var ţá í eigu brćđranna Karls og Steingríms Wernerssona. Milestone er nú á forrćđi skilanefndar Glitnis.
Í maí vísađi Fjármálaeftirlitiđ til sérstaks saksóknara máli, sem laut ađ meintum auđgunarbrotum hjá Sjóvá, en grunur leikur á ađ fjármunum Sjóvár hafi veriđ ráđstafađ međ ólöglegum hćtti. Einkum lýtur rannsóknin ađ međferđ bótasjóđs Sjóvár, en mjög strangar reglur gilda um međferđ ţeirra fjármuna sem ţar liggja. Tryggingafélög verđa ađ hafa nóg af innborguđu hlutafé og stofnfé, varasjóđum, óráđstöfuđum hagnađi og skuldabréfum til ađ geta greitt bótaţegum.
Um tvö og hálft ár eru síđan stjórnendur Sjóvár ákváđu ađ nota fjármuni bótasjóđsins til ađ fjárfesta í stórri fasteign á eyjunni Macau í nágrenni Hong Kong. Fyrir hálfum mánuđi var greint frá ţví, ađ Sjóvá hefđi tapađ 3 milljörđum á fasteignaviđskiptunum, en eignirnar hafa veriđ seldar. Fleiri fjárfestingar eru óseldar og ţví óvíst hvort tapiđ verđur ađ lokum meira eđa minna. Mörg fjárfestingaverkefnana, sem ráđist var í eftir ađ Wernersbrćđur eignuđust Sjóvá, voru unnin í samvinnu viđ Aska Capital, sem einnig var í eigu ţeirra brćđra.
Fjórir til fimm fulltrúar voru hjá Askar Capital ađ afrita tölvugögn en bankinn hefur upplýsingar um eignir Sjóvá.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.