Ice save:Endurgreiðslur þjóðarbúsins 2,5% af landsframleiðslu á ári eftir 7 ár

Náist að selja eignir Landsbankans upp í 75% af kröfum vegna Icesave-reikninganna, verða endurgreiðslur þjóðarbúsins eftir sjö ár að jafnaði um 2,5% af landsframleiðslu. Þetta kom fram á fundi fjárlaganefndar Alþingis í gær.

Fjárlaganefnd fjallar þessa dagana um frumvarp ríkisstjórnarinnar vegna ábyrgðar á greiðslum vegna Icesave-samkomulagsins. Í gær mætti Indriði H. Þorláksson ráðgjafi fjármálaráðherra á fund nefndarinnar með áætlanir um endurgreiðslur eftir árið 2016 þegar umsamið sjö ára tímabil er liðið og að því kemur að greiða eftirstöðvar og vexti. Indriði segir að miðað við að það takist að selja eignir Landsbankans upp í 75% af kröfunum, og forsendur um hagvöxt, mannfjölgun og verðbólguhorfur gangi eftir þá mætti reikna með að þessar endurgreiðslur verði að jafnaði um 2,5% af landsframleiðslunni.

Það þýðir að endurgreiðslur eftir árið 2016 verði um það bil helmingur af árlegri aukningu landsframleiðslunnar, í kringum 75 milljarðar á ári. „Það er langt frá því að í þessu felist það efnahagslega hrun sem sumir hafa verið að tala um," sagði Indriði. (mbl.is)

Þetta eru betri tölur en ýmsir hafa verið að birta undanfarið. Ef þetta,sem Indriði segir, gengur eftir eru þessar greiðslur vel viðráðanlegar.

Björgvin Guðmundsson

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Björgvin þú gleymir því að þetta er í erlendum gjaldeyri og hvar á að útvega þá peninga?  Þú gleymir því líka að þetta eru langt frá því að vera einu skuldir þjóðarbúsins sem nú rambar a´barmi gjaldþrots.   Það er ábyrgðarlaust með öllu að semja um að gera þjóðina gjaldþrota. 

Lilja Mósesdóttir skrifaði grein í Mbl í gær og sagði m.a. frá því að ekki væri til nein greiðsluáætlun fyrir Icesave. 

Hæsti viðskiptaafgangur í 30 ár er innan við 30 milljarðar.  Til að ná endum saman verður þá að lækka gengi krónunnar en við það lækkar kaupmáttur. Við erum í vondum málum.

Sigurður Þórðarson, 7.7.2009 kl. 14:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband