Varar við borgarastyrjöld

Vilhjálmur Bjarnason, formaður félags fjárfesta, varar við því að hér geti brotist út borgarastyrjöld ef Kaupþing verði við óskum Björgólfsfeðga um að greiða fjörutíu til fimmtíu prósent af tæplega sex milljarða skuld þeirra feðga við bankann, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Þetta kom fram í máli Vilhjálms í fréttum Stöðvar 2 í kvöld. Hann ítrekaði þessi orð sín í Kastljósi Ríkissjónvarpsins.

Í Fréttablaðinu í morgun kom fram að Björgólfur Guðmundsson og Björg­ólfur Thor Björgólfsson hafi gert Nýja Kaupþingi tilboð um að greiða 500 milljónir af skuld sinni á þessu ári. Skuldin er upphaflega tilkomin vegna kaupa eignarhaldsfélags þeirra, Samsonar, á 45,8 prósenta hlut ríkisins í Landsbankanum árið 2003.

Á Björgólfur að greiða einungis tæpan helming skulda sinna þegar öðrum er gert að greiða skuldir sínar að fullu. Það kemur ekki til greina.

 

Björgvin Guðmundsson

 

 

 

 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband