Ellilifeyrisþegi verður að fara aftur í fulla vinnu vegna skerðingar lífeyris!

Guðrún Norberg,ellilífeyrisþegi,segir frá því í Mbl. í dag,að  ellilífeyrir hennar hafi fyrirvaralaust verið skertur um sl. mánaðarmót.Hún hafði nýverið minnkað við sig vinnu úr heilu starfi í hálft starf en verður nú að auka aftur við sig vinnu vegna skerðingar TR til þess að endar nái saman. Hún hefur lengst af verið heimavinnandi  og komið upp 7 börnum.

Það er vissulega slæmt,að þeim ellilífeyrisþegum sem vilja vinna skuli vera refsað fyrir það með því að skerða lífeyri almannatrygginga.En um síðustu mánaðamót  lækkaði frítekjumark vegna atvinnutekna úr  rúmlega 100 þús. á mánuði í 40 þús. á mánuði.Á sama tíma og þetta gerist er verið að hækka laun láglaunafólks innan ASÍ og BSRB.Hvernig má það vera að laun aldraðra og öryrkja séu skert en laun annarra launþega hækkuð.Hvaða samræmi er í því?

 

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband