Hvernig reiðir stóru málunum af á alþingi?

Forseti alþingis segir frá því í gær,að senn muni sumarþinginu ljúka.Enn  er þó eftir að afgreiða tvö stærstu málin,ESB- málið og Ice save. Það ríkir alger óvissa um það hvernig þessum málum reiðir af.Ég tel,að farsælast væri fyrir alþingi að samþykkja aðildarumsókn að ESB svo úr því fáist skorið hvað er í boði fyrir Íslendinga og hvort við teljum skilmála aðgengilega. Aðildarsamning yrði síðan að leggja fyrir þjóðina í þjóðaratkvæðagreiðslu.Ég er óráðnari í Ice save málinu,þó ég sé farinn að hallast að því að skynsamlegast sé að samþykkja samkomulagið,sem liggur fyrir alþingi. Ég hefði þó talið betra,ef unnt væri að bæta inn í samkomulagið ákvæði um að greiðslur vegna Ice save mættu ekki fara upp fyrir ákveðið mark á ári,t.d. 1% af landsframleiðslu. Þessi tvö mál eru einhver þau stærstu,sem lögð hafa verið fyrir alþingi. Ljóst er,að afgreiðsla þeirra getur haft mikil áhrif á þróun stjórnmála,jafnvel á líf ríkisstjórnarinnar.

 

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband