Lagaprófessor líst ill á niðurfellingu

Verði Kaupþing við ósk Björgólfsfeðga um að fella niður helming skulda þeirra við bankann getur það skapað öðrum skuldurum fordæmi, segir lagaprófessor.

Sigurður Líndal lagaprófessor óttast að það skapi fordæmi fyrir aðra skuldara samþykki Kaupþing ósk Björgólfsfeðga að greiða um þrjá milljaðra króna af þeim sex milljörðum sem þeir skulda bankanum.

Fréttablaðið sagði frá því um í gær að Björgólfsfeðgar hefðu gert Kaupþingi tilboð um að greiða helming skuldar sinnar við bankann. Í kjölfarið sagði Vilhjálmur Bjarnason, lektor við Háskóla Íslands, að hann óttaðist að borgarastyrjöld brytist út samþykki stjórn Kaupþings að ganga að tilboði feðganna. Sigurður Líndal lagaprófessor segir í raun ekkert ólöglegt við það að semja um skuldir. Hann hræðist hins vegar afleiðingarnar í þessu tilfelli rétt eins og Vilhjálmur.

„Ef maður getur ekki greitt skuldir sínar þá á kröfuhafinn um það að velja að setja menn í gjaldþrot, gera nauðasamninga einhverskonar, eða þá að taka tilboði um að greiða hluta skuldarinnar," segir Sigurður sem óttast það fordæmi sem gæti skapast. „Þeir sem hafa fullar hendur fjár, þeir gætu hugsað sem svo að aðrir sleppa og hvers vegna ættu þeir ekki að gera það líka. Ég held að þetta myndi verða ákaflega óheppilegt." (ruv.is)

Ég er sammála Sigurði  Líndal.Það gæti skapað mjög óheppilegt fordæmi ef Björgólfsfeðgar fengju 3 milljarða niðurfellingu skulda í Kaupþingi.Það mundi skapa mikla ólgu í þjóðfélaginu og kröfu um að allir skuldarar fengju 50% niðurfellinhu skulda.

 

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband