Mælir hryðjuverkalögunum bót!

Eiríkir Stefánsson,sem oft hefur ákveðnar skoðanir á ýmsum málum, segir á  Útvarpi Sögu í morgun,að það hafi verið eðlilegt að breska stjórnin setti hryðjuverkalög á okkur.Lögin hafi verið sett gegn Landsbankanum og  hafi verið eina leiðin til að stöðva bankann,m.a. vegna Ice save. Þetta er rangt hjá Eiríki.Breska stjórnin sagðist hafa sett lögin,þar eð Ísland  vildi ekki borga Ice save og Darling,fjármáráðherra Breta vitnaði í því sambandi í viðtal við þáverandi fjármálaráðherra Íslands.  Íslenski ráðherrann hefði sagt,að Ísland  ætlaði ekki að borga. Þetta var fölsun. Íslenski fjármálaráðherrann hefði þvert á móti sagt,að Ísland mundi standa við skuldbindingar sínar.

Hryðjuverkalögin bresku hefðu verið sett gegn Íslandi og hefðu stórskaðað Ísland. Fyrstu áhrifin hefðu verið þau að setja Kaupþing á hausinn og stöðva starfsemi þess í Bretlandi. Lögin hefðu ekki sérstaklega lent á Landsbankanum. Bankinn hefði verið kominn i þrot þegar lögin voru sett.

Ég tel,að Bretar séu skaðabótaskyldir vegna beitingu hryðjuverkalaganna gegn Íslandi. Þeir eiga vegna þeirra að greiða Íslandi háar skaðabætur.

 

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband