Ágreiningur stjórnarliða í utanríkismálanefnd um ESB

Ágreiningur á milli stjórnarliða í utanríkismálanefnd Alþingis varð til þess að ekki náðist samstaða um þingsályktunartillögu um aðildarumsókn að Evrópusambandinu á fundi nefndarinnar, sem stóð fram á kvöld í gær.

Meðal annars gerði Guðfríður Lilja Grétarsdóttir, fulltrúi Vinstri grænna í nefndinni, ýmsar athugasemdir, sem töfðu framgang málsins. Þegar svo var komið var ákveðið að fresta fundinum þar til í dag, og á hann að hefjast klukkan hálf níu.

Fulltrúar Samfylkingarinnar í nefndinni höfðu búist við að afgreiða málið úr nefnd í gærkvöldi svo hægt yrði að útbýta skjölum fyrir þingfund, sem á að hefjast klukkan hálf ellefu, en önnur umræða um málið er þar á dagskrá. (visir.is)

Það er mjög klaufalegt,að eftir allan þann tíma sem ESB málið hefur verið i utanríkismálanefnd, skuli það fyrst  koma fram á síðustu mínútum í nefndinni,að stjórnarliðar geti ekki komið sér saman. Ef það er rétt,að Guðfríður Lilja  hafi gert ágreining á síðustu stundu og m.a. viljað fá upplýsingar um kostnað við aðildarviðræður er það óafsakanlegt.Slík beiðni hefði átt að koma fram fyrir löngu og furðulegt að formaður þingflokks VG komi fyrst með slíka beiðni á síðustu mínútum málsins í utanríkismálanefnd.Samflokksmaður Guðfríðar Árni Þ.Sigurðssoin er formaður nefndarinnar og hefðu því átt að vera hæg heimatökin hjá þeim flokkssystkinum að skiptast á upplýsingum.Það er engu líkara en Guðfríður sé að reyna að sprengja stjórnina með þessu háttalagi sínu.

 

Björgvin Guðmundsson



 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband