Fimmtudagur, 9. júlí 2009
Eldri borgurum refsað fyrir að vinna!
Samkvæmt breytingunni á almannatryggingum,sem tók gildi 1.julí sl. skerðist lífeyrir almannatrygginga eldri borgara bæði vegna atvinnutekna og lífeyrissjóðstekna. Ellilífeyrisþegi,sem hefur 100 þús kr. atvinnutekjur á mánuði skerðist um 34.956 kr, á mánuði hjá almannatryggingum.Honum er sem sagt refsað fyrir að vinna. Ellilífeyrisþegi sem hefur 150 þús. kr. á mánuði í tekjur úr lífeyrissjóði skerðist um 7.098 kr. á mánuði hjá TR.Þó eldri borgarinn eigi lífeyrinn í lífeyrissjóðnum er samt verið að skerða lífeyri hans hjá TR vegna þessara tekna.Að mínu mati er það fullkomlega óeðlilegt að slíkt skuli eiga sér stað þar eð þetta jafngildir skerðingu á lífeyrinum úr lífeyrissjóði. Það ætti að vera óheimilt að skerða lífeyrissjóð á þennan hátt.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.