Forsetinn í Litháen

Ólafur Ragnar Grímsson forseti og Dorrit Moussaieff forsetafrú tóku  mánudaginn 6. júlí þátt í hátíðarhöldum í Litháen í tilefni þess að 1000 ár eru frá þeim tíma sem Litháar miða upphaf þjóðar sinnar við.

Forseti Litháens, Valdas Adamkus, bauð forsetahjónunum að taka þátt í hátíðarhöldunum en einnig voru viðstaddir aðrir þjóðhöfðingjar Norðurlanda, þjóðhöfðingjar Eystrasaltslanda, Póllands og Úkraínu auk ýmissa annarra forystumanna.(ruv.is)

Sovetríkin innlimuðu Litháen í riki sitt á stríðsárunum.En Litháen endurheimti sjálfstæði sitt og gerði það í andstöðu við Sovetríkin og fleiri ríki. Jón Baldvin Hannibalsson þá utanríkisráðherra var fyrstur vestrænna utanríkisráðherra til þess að viðurkenna endurheimt sjálfstæði Litháen.Ég kom til Litháen 1994 á vegum utanríkisráðuneytisins,var þá formaður samninganefndar Íslands um fríverslunarsamninga milli ríkjanna. Hvar vetna mætti mér mikil velvild og menn í Litháen töluðu um Jón Baldvin með mikilli  lotningu og aðdáun.Allir þekktu Jón Baldvin.Hann var eins og þjóðhetja í þeirra augum. Hafði riðið   á vaðið og viðurkennt sjálfstæði Litháen þegar önnur vestræn ríki hikuðu og þorðu ekki að viðurkenna Litháen. Það var virkilega gaman að upplifa þetta þakklæti Litháen til Íslands.

 

Björgvin Guðmundsson

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband