Gátu ekki greitt kaupverð bankanna að fullu við einkavæðingu þeirra!

Islensku ríkisbankarnir gömlu, Landsbankinn og Búnaðarbankinn, fjármögnuðu sjálfir að stórum hluta kaup Samsonar og S-hópsins á Landsbankanum og Búnaðarbankanum. Samson, félag Björgólfs Guðmundssonar og Björgólfs Thors Björgólfssonar, og um tíma Magnúsar Þorsteinssonar, fékk lán frá gamla Búnaðarbankanum upp á 3,4 milljarða króna, sem nam um 30 prósentum af kaupverði. Þetta lán er nú hjá Nýja Kaupþingi, skv. upplýsingum frá Helga Birgissyni hrl. skiptastjóra Samson.

Egla hf. fékk lán frá Landsbankanum fyrir 35 prósentum af 11,4 milljarða kaupum S-hópsins á Búnaðarbankanum. Síðar eignaðist Egla 71,2 prósent af hluta S-hópsins og varð síðar meðal stærstu hluthafa Kaupþings. Egla greiddi lánin upp að fullu um mitt ár 2007 þegar félagið var endurfjármagnað. Hjörleifur Jakobsson, framkvæmdastjóri Eglu, staðfesti það í samtali við Morgunblaðið í gær.(mbl.is)

Þegar Samson var að kaupa Landsbankann var sagt,að eigendur Samsons kæmu með næga peninga frá Rússlandi.Það er nú komið í ljós,að svo var ekki. Samson þurfti að fá 30% af kaupverði Landsbankans  að láni frá Búnaðarbankanum. Og þegar S-hópurinn svonefndi keypti Búnaðarbankann fékk hann 35% að láni frá Landsbankanum.Það var ekki aðeins að  þessir aðilar fengju bankana á útsöluverði heldur gátu þeir ekki borgað kaupverðið að fullu og þurftu að fá lán fyrir því.Í ofanálag höfðu kaupendurnir ekkert vit á bankarekstri.

Björgvin Guðmundsson

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband