Fimmtudagur, 9. júlí 2009
Gátu ekki greitt kaupverð bankanna að fullu við einkavæðingu þeirra!
Egla hf. fékk lán frá Landsbankanum fyrir 35 prósentum af 11,4 milljarða kaupum S-hópsins á Búnaðarbankanum. Síðar eignaðist Egla 71,2 prósent af hluta S-hópsins og varð síðar meðal stærstu hluthafa Kaupþings. Egla greiddi lánin upp að fullu um mitt ár 2007 þegar félagið var endurfjármagnað. Hjörleifur Jakobsson, framkvæmdastjóri Eglu, staðfesti það í samtali við Morgunblaðið í gær.(mbl.is)
Þegar Samson var að kaupa Landsbankann var sagt,að eigendur Samsons kæmu með næga peninga frá Rússlandi.Það er nú komið í ljós,að svo var ekki. Samson þurfti að fá 30% af kaupverði Landsbankans að láni frá Búnaðarbankanum. Og þegar S-hópurinn svonefndi keypti Búnaðarbankann fékk hann 35% að láni frá Landsbankanum.Það var ekki aðeins að þessir aðilar fengju bankana á útsöluverði heldur gátu þeir ekki borgað kaupverðið að fullu og þurftu að fá lán fyrir því.Í ofanálag höfðu kaupendurnir ekkert vit á bankarekstri.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.