Fimmtudagur, 9. júlí 2009
Mikil fækkun farþega um Leifsstöð
Erlendir gestir um Leifsstöð í júní í ár voru ríflega 54 þúsund, um 1.500 færri en í júnímánuði á síðasta ári. Fækkunin nemur þremur prósentum milli ára.
Ef litið er til einstakra markaðssvæða má sjá verulega fjölgun frá Mið- og S.-Evrópu eða um 25,4% og munar þar mest um fjölgun Þjóðverja og Hollendinga. Norðurlandabúum fækkar um 8% en þar ber hæst fækkun Svía. Bretum fækkar um 19,5% en brottförum gesta frá öðrum löndum Evrópu og fjarmörkuðum fækkar um 17,7%. N.-Ameríkanar standa hins vegar í stað.
Frá áramótum hafa 179 þúsund erlendir gestir farið frá landinu eða þremur prósentum færri en árinu áður en þá voru þeir um 184 þúsund. Tæplega helmingsfækkun er hins vegar í brottförum Íslendinga, voru tæplega 228 þúsund árið 2008 en 125 þúsund í ár.
Talning er unnin á vegum Ferðamálastofu og nær yfir allar brottfarir um Leifsstöð, þ.m.t. brottfarir erlends vinnuafls.(mbl.is)
Fækkunin er mest meðal íslenskra ferðamanna,sem fara til útlanda.Þeim hefur fækkað um helming.
Íslendingar ferðast meira innan lands í sumar.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.