Föstudagur, 10. júlí 2009
Hrun raungengis krónunnar frá ársbyrjun 2008 er heimsmet
Raungengi íslensku krónunnar féll um rúm 44% frá ţví í lok júní 2007 ţar til í lok nóvember 2008, miđađ viđ körfu 58 mynta heims samkvćmt útreikningum Alţjóđagreiđslubankans í Basel (BIS).
Hagfrćđideild Landsbankans fjallar um ţetta í Hagsjá sinni. Ţar segir ađ ţetta sé fjórđa mesta hrun gjaldmiđils á 18 mánađa tímabili samkvćmt gagnagrunni BIS sem nćr aftur til 1994.
Ísland á hinsvegar heimsmetiđ yfir hrun raungengis frá ársbyrjun 2008. Á ţví tímabili féll raungengi krónunnar um 38% en nćst í röđinni kemur suđur-kóreska vonniđ sem rýrnađi ađ kaupmćtti um 24% á sama tíma, breska pundiđ og nýsjálenski dollarinn sem féllu um 18%.
Raungengi er mćlikvarđi á kaupmátt íslenskrar krónu ađ teknu tilliti til gengis gagnvart helstu myntum og verđbólgu innanlands og utan. BIS miđar í sínum útreikningi viđ körfu 58 gjaldmiđla og neysluverđsvísitölu í hverju landi. Seđlabanki Íslands sem birti nýjar tölur yfir raungengi fyrr í vikunni miđar viđ ţrengri myntkörfu og fćrri viđskiptalönd, en niđurstađan virđist vera mjög sambćrileg.
Mesta fall raungengis á átján mánuđum sem skráđ er af BIS síđustu 15 árin var ţegar kaupmáttur indónesískrar rúpíu féll um 68% frá ársbyrjun 1997 fram á mitt ár 1998. Ţá féll raungengi argentínska pesans um 62% frá ársbyrjun 2001 og kaupmáttur rússnesku rúblunnar féll um 51% frá ţví september 1997 og nćstu 18 mánuđi.
Sorgarsaga krónunnar frá ţví ađ fjármálakreppan hófst á miđju ári 2007 er svo nćst á ţessum lista. (visir.is)
Almenningur hefur fundiđ ţađ vel á pyngju sinni,ađ krónan hefur alltaf veriđ ađ veikjast. Innfluttar matvörur hafa stöđugt hćkkađ í verđi og lífskjör almennings ţví stöđugt versnađ. Seđlabankinn hefur veriđ algerlega máttlaus í baráttunni viđ ađ styrkja krónuna. Úrrrćđi Seđlbankans,ađ halda vöxtum alltaf háum hafa engin áhrif önnur en Ţau ađ skađa atvinnulifiđ og síđan fara háir vextir meira og meira út í verđlagiđ, auka verđbólgu og veikja krónuna. Háu vextirnir hafa sem sagt öfug áhrif miđađ viđ ţađ sem ţeim er ćtlađ.
Björgvin Guđmundsson
í
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.