Nýtt tilboð til Breiðuvíkursamtaka afturför

Auðvitað er ágætt að við séum að ræða saman en mér finnst bréfið vera afturför,“ segir Bárður Jónsson, formaður Breiðavíkursamtakanna. Á miðvikudag barst samtökunum bréf frá forsætisráðuneytinu með tillögum um breytt frumvarp um bætur til vistheimilisbarna.

Fyrstu drög voru lögð fram í september 2008 og var þar gert ráð fyrir „sanngirnisbótum“ á bilinu 300.000 til 2.100.000 kr. til fórnarlambanna en þær tillögur vöktu mikla reiði innan Breiðavíkursamtakanna. Síðan gerðist lítið þar til ný ríkisstjórn hreyfði aftur við málinu í vetur. Bárður segir vissulega af hinu góða að stjórnvöld vilji vinna málið í sátt við Breiðavíkursamtökin.

„Auðvitað fögnum við þessu útspili og viljum ræða áfram við stjórnvöld, við eigum ekki um annað að velja, en mér finnst tónninn í bréfinu frekar neikvæður.“ Bárður vill ekki greina frá tillögunum í smáatriðum fyrr en þær hafa verið kynntar félagsmönnum en segir tilfinningar sínar gagnvart þeim blendnar.

M.a. vegna þess, að tekinn hafi verið út þáttur um bætur til látinna vistmanna, sem sé mjög mikilvægt atriði hjá samtökunum. „Svo finnst mér það ekki tilheyra góðum samræðusiðum að grípa til núverandi efnahagsástands í þessum viðræðum,“ bætir hann við og útskýrir að kreppan sé í bréfinu notuð sem ákveðið skálkaskjól. „Það eru ýmsar hliðar á þessu, sbr. að Björgólfarnir vilja fá afskrifaða þrjá milljarða. Sú upphæð dygði í bætur fyrir öll vistheimilisbörnin.“(mbl.is)

Erfitt er að meta nýtt tilboð til Breiðuvíkursamtaka á meðan það er ekki birt. En talsmaður samtakanna,Bárður Jónsson,telur það afturför.

 

Björgvin Guðmundsson

 

Fara til baka 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband