Margir svíkja út atvinnuleysisbætur!

Mikil viðbrögð hafa verið við sameiginlegri auglýsingu Vinnumálastofnunar og ríkisskattstjóra „...sem þjófur að nóttu?“ Í auglýsingunni er almenningur hvattur til að senda ábendingar um þá, sem svíkja út atvinnuleysisbætur. Hjá ríkisskattstjóra fengust þær upplýsingar, að eftir birtingu auglýsingarinnar fyrir tæpri viku, hefðu um 25 ábendingar borist um meint brot á skatta- og vinnulöggjöf einstaklinga og fyrirtækja.

Baldur Aðalsteinsson, verkefnastjóri hjá Vinnumálastofnun, segir að frá því opnað hafi verið fyrir ábendingar í byrjun maí hafi um 200 borist. Áberandi kippur hafi orðið á síðustu dögum. „Flestar ábendingarnar snúa að svartri vinnu einstaklinga en líka um ákveðin fyrirtæki. Einnig eru nokkrar almenns eðlis, til dæmis, að margir námsmenn séu á bótum í stað námslána.“ Baldur segir ábendingarnar misnákvæmar. Til að mynda sé erfitt að rekja slóð meints bótasvikara ef einvörðungu er gefið upp fyrsta nafn hans. Almennt virðist fólk ánægt með auglýsinguna og framtakið.

„Flestir sem við heyrum í eru sammála um að það sé óþolandi og ólíðandi að fólk seilist í fé úr sameiginlegum sjóði á þennan hátt. Vitaskuld berast einhverjar athugasemdir um Stóra bróður en almennt virðist fólk ekki setja aðgerðirnar í slíkt neikvætt samhengi.“(mbl.is)

Það er rétt skref hjá yfirvöldum að bregðast við bótasvikum. Það er óþolandi,að  til sé fólk sem svíkur út atvinnuleysisbætur,er í  svartri vinnu en sækir um leið um atvinnuleysisbætur og fær þær. Þetta verður að stöðva og uppræta og svo virðist sem átak yfirvalda í því efni skili árangri.

 

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband