Atvinnuleysi minnkar lítillega

Skráđ atvinnuleysi í júní 2009 var 8,1% eđa ađ međaltali 14.091 mađur og minnkar atvinnuleysi um 3,5% ađ međaltali frá maí eđa um 504 manns.  Á sama tíma á árinu 2008 var atvinnuleysi 1,1% eđa 1.842 manns.

Vegna árstíđasveiflu eykst áćtlađ vinnuafl í 174.500 manns í júní eđa um rúm 6.700 sem hefur áhrif á reiknađ atvinnuleysishlutfall til lćkkunar.

 

Atvinnuleysi er nú mest á Suđurnesjum 12,1% en minnst á Vestfjörđum 1,8%. Atvinnuleysi breytist lítiđ á höfuđborgarsvćđinu en minnkar um 13,7% á landsbyggđinni. Alls stađar dregur úr atvinnuleysi á landsbyggđinni. Hlutfallslega dregur mest úr atvinnuleysi á Austurlandi eđa um 101 manns og fer atvinnuleysi ţar úr 4,1% í 2,5%.

 

Atvinnuleysi eykst um 4,6% međal kvenna en minnkar um 8,1% međal karla. Atvinnuleysiđ er 8,6% međal karla og 7,4% međal kvenna, ađ ţví er fram kemur á vef Vinnumálastofnunar.

Langtímaatvinnuleysi eykst og ţeir sem veriđ hafa á skrá lengur en 6 mánuđi voru 5.624 í lok júní en 4.836 í lok maí og eru nú um 36% allra á atvinnuleysisskrá. Ţeir sem veriđ hafa atvinnulausir í meira en ár voru 509 í lok júní en 435 í lok maí. Atvinnulausum 16-24 ára hefur fćkkađ úr í 3.734 í lok maí í 3.526 í lok júní og eru um 23% allra atvinnulausra í júní.

 

Alls voru 1.101 laus störf hjá vinnumiđlunum í lok júní sem er fjölgun um 158 frá ţví í mánuđinum áđur ţegar ţau voru 943. Ţess skal geta ađ mörg ţessara starfa eru ýmis sérstök tímabundin störf og vinnumarkađstengd úrrćđi. Flest laus störf voru međal ósérhćfđs starfsfólks eđa 377, og 251 međal sölu og afgreiđslufólks.

Alls voru 1.803 erlendir ríkisborgarar án atvinnu í lok júní, ţar af 1.120 Pólverjar eđa um 62% ţeirra útlendinga sem voru á skrá í lok júní. Fćkkun útlendinga á skrá nemur 200 frá maí. Langflestir ţeirra voru starfandi í byggingariđnađi eđa 716 (um 40% allra erlendra ríkisborgara á atvinnuleysisskrá).

 Samtals voru 2.583 af ţeim sem voru skráđir atvinnulausir í lok júní í hlutastörfum, ţ.e. ţeir sem eru í reglubundnum hlutastörfum eđa međ tilfallandi eđa tímabundiđ starf á síđasta skráningardegi í júní. Ţetta eru um 17% af ţeim sem voru skráđir atvinnulausir í lok júní. Af ţeim 2.583 sem voru í hlutastörfum í lok júní eru 1.675 einstaklingar sem sóttu um atvinnuleysisbćtur skv. lögum um minnkađ starfshlutfall frá ţví í nóvember 2008. Ţeim hefur fćkkađ frá fyrra mánuđi, en ţeir voru 1.923 í lok maí og 2.137 í lok apríl.

 

Í júní voru 987 sjálfstćtt starfandi skráđir á atvinnuleysisskrá vegna samdráttar í rekstri skv. áđur nefndum lögum. Ţeim fćkkađi frá maí ţegar ţeir voru 1.189.

Alls fengu 275 launamenn greitt úr Ábyrgđarsjóđi launa í júní, 110 í maí, 156 í apríl og 136 í mars. Flestir voru starfandi í ţjónustu og útgáfustarfsemi 113 og 101 í mannvirkjagerđ og iđnađi.

Yfirleitt batnar atvinnuástandiđ frá júní til júlí, m.a. vegna árstíđasveiflu, ađ ţví er segir í skýrslu Vinnumálastofnunar. Erfitt sé ađ áćtla atvinnuleysi um ţessar mundir vegna mikillar óvissu í efnahagslífinu, en líklegt er ađ atvinnuleysiđ í júlí 2009 muni lítiđ breytast og verđa á bilinu 8,1%-8,5%.

 

Björgvin Guđmundsson


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband