Föstudagur, 10. júlí 2009
Þorskkvótinn skorinn niður um 10 þús. tonn
Þorskkvótinn á næsta fiskveiðiári verður 150 þúsund tonn, samkvæmt ákvörðun Jóns Bjarnasonar, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra um leyfilegan heildarafla fiskveiðiárið 2009-2010. Þetta er tíu þúsund tonnum minna en heimilt er að veiða yfirstandandi fiskveiðiári. Ýsukvótinn verður skertur verulega, hann fer úr 93 þúsund tonnum í 63 þúsund tonn.(mbl.is)
Þegar þörf er a að auka þorskkvótann vegna kreppunnar þá sker sjávarútvegsráðherra kvótann niður.Ljóst er,að ráðherra hefur algerlega látið embættismenn stjórna ákvörðun sinni. Hann hefur ekki þorað að ganga gegn þeim. Fyrri ráðherrar þessa málaflokks hafa hins vegar oft tekið eigin ákvarðanir þó þær væru ekki alveg í samræmi við Hafró.
Björgvin Guðmundsson
![]() |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.