Föstudagur, 10. júlí 2009
Vandað álit utanríkismálanefndar um ESB
Utanríkismálanefnd alþingis lagði ESB málið fyrir alþingi í dag.Nefndin samdi mjög ítarlegt og vandað álit um málið og mælti með samþykkt tillögu utanríkisráðherra um að sótt yrði um aðild.Tillagan er um að Ísland sendi umsókn um aðild að ESB. Nefndin lagði til,að bætt yrði inn í tillöguna ákvæði um að við umsókn og í viðræðum yrði vegvísir ,sem fram kemur í áliti utanríkismálanefndar, lagður til grundvallar.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Ágæti bloggvinur og eðalkrati, Björgvin Guðmundsson, mætasti vinur hinna almennu og vanmáttugau borgara þessa góða lands, Íslands farsælda Frón.
Hvernig verður okkar gamla flokki bjargað frá skakkaföllum og skömm, sem perversar vaðmálskellíngar hafa leitt okkur á eyrunum í ? Þú átt alla mína samúð, kæri bloggvinur, en það eru takmörk fyrir því, hvort unnt sé að ganga öllu lengra undir forystu, Lady Jóhönnu og kleyfhugans í VG ? En sakir gamalla kynna og ánægjulegra við þig, vil ég fyrir mitt leyti staldra við og sjá, hvort mál fái ekki farsælan endi á Alþingi.
Með góðri kveðju, KPG.
Post scriptem :Álitið er útlitinu skárra, kv., KPG
Kristján P. Gudmundsson, 10.7.2009 kl. 18:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.