Valhöll brunnin til kaldra kola

Hótel Valhöll á Þingvöllum  var í björtu báli  í gær og lagði mikinn reyk upp af húsinu. Var ljóst að húsið mundi brenna til grunna.

Það sakaði engan, allir komust út í tíma. Það virðist sem eldsupptökin hafi verið í eldhúsinu,“ sagði Snorri Baldursson, varaslökkviliðsstjóri hjá Brunavörnum Árnessýslu í samtali við mbl.is

Snorri sagðist ekki vita til þess að tekist hefði að bjarga þeim verðmætum sem í húsinu voru en töluvert af listaverkum var þar inni.

Á staðnum eru fimm slökkvibílar og einn sjúkrabíll. Yfir hundrað manns fylgjast með eldsvoðanum af brúnni skammt frá hótelinu og um 30 manns hinum megin við ána.

„Það skíðlogaði og lagði mikinn  reyk upp af Valhöll sem sást víða að. Flugvélar sveimuðu  yfir en lögregla stöðvaði alla umferð við afleggjarann inn í þjóðgarðinn. Engu að síður var  töluvert af fólki að fylgjast með. Það stóðu eldtungur upp úr nýrri hluta hússins og aðalinngangurinn  var rústir einar. Þetta lítur mjög illa út og ekki að sjá að við Þetta verði ráðið,“ sagði Dagur Gunnarsson, blaðamaður mbl.is á Þingvöllum.

Slökkvilið brá á það ráð að leggja slöngur út í Þingvallavatn. Nokkuð vindasamt er á Þingvöllum sem hjálpar ekki til við slökkvistarfið.(mbl.is)

Það er mikil eftirsjá af Valhöll. Það var mikið sport hér áður að skreppa á Þingvöll og fá sér kaffi á Valhöll.Einnig var Þingvallableikjan rómuð í matsal Valhallar.Vonandi  verður Valhöll byggð upp.Valhöll var orðin fastur punktur á Þingvöllum og erfitt að hugsa sér Þingvelli án Valhallar.

Björgvin Guðmundsson

 

 

Fara til baka 

 

I

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband