Öryrkjum hefur fjölgað um 8 þús. á ´10 árum

Um 17.600 manns voru skráðir með 75% örorku- eða endurhæfingarmat 1. júlí síðastliðinn. Þeir voru um 9.700 fyrir tíu árum og hefur því fjölgað um tæplega átta þúsund á þessu tímabili. Mun fleiri konur en karlar eru í hópi skráðra öryrkja.

Ásbjörn Óttarsson, oddviti sjálfstæðismanna í norðvesturkjördæmi,  spurði Árna Pál Árnason félags- og tryggingamálaráðherra um fjölda öryrkja. Fram kemur í svari ráðherra að árið 1999 voru einstaklingar með 75% örorku og endurhæfingarmat 9725. Þeim fjölgar síðan jafnt og þétt frá ári til árs og var fjöldi þeirra orðinn 17.600 þann fyrsta júlí síðastliðinn. Sú tala er miðuð við reynslu undanfarinna ára þegar öll afturvirkni hefur skilað sér en einstaklingar geta sótt um örorku tvö ár aftur í tímann. Konur eru í miklum meirihluta eða tæplega tíu þúsund. Langflestir eru í aldurshópnum 60 til 64 ára. Athygli vekur að konur eru færri en karlar í hópi öryrkja upp að 25 ára aldri en síðan fjölgar þeim jafnt og þétt og eru hátt í 600 fleiri en karlar í fjölmennasta aldurshópnum 60 til 64 ára.

 

Björgvin Guðmundsson 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband