Sunnudagur, 12. júlí 2009
Stuðlum að því,að öryrkjar geti verið á vinnumarkaðnum!
Fréttir um að öryrkjum hafi fjölgað mikið sl. 10 ár þurfa ekki að koma á
óvart.Þetta er tímabil græðgisvæðingarinnar.Þettta er tímabil peningahyggjunnar,þegar atvinnurekendur hugsuðu um það eitt að græða og ráku miskunnarlaust þá starfsmenn,sem ekki skiluðu hámarksafköstum.Það kiknuðu margir starfsmenn á þessu tímabili,þeir þoldu ekki álagið og hrökkluðust af vinnumarkaðnum. Margir þessara starfsmanna urðu öryrkjar.Það er til hagsbóta fyrir þjóðfelagið,að sem flestir geti verið á vinnumarkaðnum. Það á að greiða fyrir því að öryrkjar komist út a vinnumarkaðinn aftur og það á að stuðla að því,að þeir sem ekki hafa fulla starfsorku geti verið á vinnumarkaðnum þó þeir skili ekki hámarksafköstum.Nú hefur ríkisstjórnin aukið skerðingu tryggingabóta aldraðra svo aldraðir hafa ekki sama hag af því og áður að vera á vinnumarkaði. Sem betur fer er frítekjumarkið vegna atvinnutekna hærra hjá öryrkjum og hvetur þá til þess að vinna. Það er vel.En það þarf að gera meira., Það þarf að hjálpa öryrkjum út
á vinnumarkaðinn,í hlutastarf fyrst og siðar ef til vill í fullt starf.Tímabil græðgisvæðingarinnar er liðið. Það er stefna jafnaðarmanna að hjálpa þeim,sem minna mega sín.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:20 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.