Sunnudagur, 12. júlí 2009
Björgvin G.Sigurðsson: Býst við,að tillagan verði samþykkt
Björgvin G. Sigurðsson, þingflokksformaður Samfylkingarinnar gerir ráð fyrir að þingsályktunartillaga ríkisstjórnarinnar um aðild að evrópusambandinu verði samþykkt.
Þingmenn ríkisstjórnarinnar eru 34 og fimm þeirra, allir vinstri grænir hafa lýst því yfir að þeir ætli ekki að styðja þingsályktunartillögu ríkisstjórnarinnar um aðildarviðræður að Evrópusambandinu.
Steingrímur J. Sigfússon, formaður flokksins, sagði í samtali við fréttastofu nú rétt fyrir fréttir að hann vissi ekki hvað hinir níu ætluðu að gera, hann hefði ekki talið hausana, eins og hann orðaði það. 32 þingmenn þurfa að greiða tillögunni atkvæði, að því gefnu að enginn sitji hjá. Til að ályktunin verði samþykkt þurfa því minnst þrír þingmenn minnihlutaflokkanna að greiða henni atkvæði.
Björgvin G. Sigurðsson, þingflokksformaður Samfylkingarinnar væntir þess að það sé góður meirihluti fyrir tillögunni á Alþingi, þó að ríkisstjórnin hafi ekki tryggt sér sérstaklega atkvæði neinna úr minnihlutanum.
Tveir þingmenn Framsóknarflokksins hafa lýst því yfir að þeir ætli að styðja tillögu ríkisstjórnarinnar. Birgitta Jónsdóttir, þingflokksformaður Borgarahreyfingar segir að hinir þrír þingmenn flokksins ætli líka að gera það, en sjálf sé hún í vafa. Hún ætlar að greiða atkvæði með tvöfaldri þjóðaratkvæðagreiðslu.
Þó Norðmenn hafi fellt aðild í tvígang í þjóðaratkvæðagreiðslu, segist hún ekki líta svo á að aðstæður þjóðanna séu sambærilegar. Íslenskt samfélag sé í rústum. Þó að Birgitta ætli að greiða atkvæði með tvölfaldri þjóðaratkvæðagreiðslu, hefur hún ekki sagt að hún ætli ekki að styðja tillögu ríkisstjórnarinnar. (ruv.is)
Erfitt er að fullyrða með vissu hvernig atkvæði falla um aðildarviðræður við ESB. En nafni ætti að fara nærri um það.Tveir þingmenn Framsóknar hafa lýst yfir ákveðnum stuðningi við tillögu ríkisstjórnarinnar.Þau atkvæð geta skipt sköpum.
Björgvin Guðmundsson
frettir@ruv.is
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.