Mánudagur, 13. júlí 2009
Ósiður á alþingi
Nú er alltaf sjónvarpað frá umræðum á alþingi.Þjóðin öll getur hlýtt á og fylgst með umræðum á þinginu.Mér finnst stundum eins og þingmenn geri sér þetta ekki ljóst.Þeir viðhafa ýmsa ósiði,sem þeir þyrftu að venja sig af.T.d. er það algengt,að þingmenn kalli eða tali til forseta alþingis og trufli þann þingmann sem er í ræðustól.Nýlega var t.d. forsætisráðherra í ræðustól og þá gekk ónefndur þingmaður að forsetapúltinu og kallaði til forseta. Og forseti svaraði fullum hálsi á móti. Meðan á þessu stóð heyrðist hærra í forseta og þingmanninum,sem talaði við forseta en forsætisráðherra,sem var að flytja ræðu. Við þetta varð mikil truflun, sem öll þjóðin varð vitni að. Þetta gengur að sjálfsögðu ekki. Þennan ósið verður strax að leggja af. Það hlýtur að vera unnt að finna önnur ráð til þess að koma skilaboðum til þingforseta.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.