Mánudagur, 13. júlí 2009
Gamla Kaupþing: 3.stærsta gjaldþrot sögunnar
Gjaldþrot gamla Kaupþings telst vera þriðja stærsta gjaldþrot sögunnar. Ljóst er að íslenskir skattgreiðendur þurfa ekki að greiða neitt fyrir Edge-reikninga gamla Kaupþings í Þýskalandi. Steinar Þór Guðgeirsson, formaður skilanefndar Kaupþings, segir það stóran áfanga að klára uppgjör við þýska innstæðueigendur sem áttu í Kaupþing Edge.
Ljóst er að Edge-reikningar gamla Kaupþings munu ekki valda íslenska ríkinu jafnmiklum vandræðum og Icesave-reikningar Landsbankans. Skilanefnd gamla Kaupþings hefur nú lokið við að greiða þýskum innstæðueigendum út sína fjármuni.
Steinar segir skilanefnd Kaupþings nú þegar hafa greitt út ríflega 120 milljarða íslenskra króna. Eftir bankahrunið í haust hafi nefndin samið við yfirvöld í Noregi, Finnlandi, Austurríki og Þýskalandi. Samningarnir hafi komið í veg fyrir að eignir gamla Kaupþings hefðu verið seldar á brunaútsölu síðastliðið haust.
Efnahagsreikningur gamla Kaupþings - skuldir og eignir - hafi verið yfir 6000 milljarðar íslenskra króna. Gamla Kaupþing var um tíma 15. stærsti banki Evrópu.(ruv.is)
Það er ánægjulegt,að það skuli hafa tekist að gera upp við þýska sparisfjáreigendur sem lögðu peninga á Edge reikninga Kaupþings og án aðstoðar íslenska ríkisins.
Björgvin Guðmundssson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.