Mánudagur, 13. júlí 2009
Seðlabankinn gagnrýnir Ice save samning
Seðlabankinn gagnrýnir Icesave-samningana harðlega og telur að samkvæmt samningnum geti lánið, þar með öll erlend lán ríkisins, gjaldfallið ef fyrirtæki á borð við Landsvirkjun og Byggðastofnun greiði ekki á gjalddaga.
Lögfræðingar Seðlabankans gagnrýna Icesave-samninga harðlega í lögfræðiálit sem þeir hafa kynnt þingnefndum. Þeir telja að samkvæmt samningnum geti lánið sem tengist Icesave samningnum og þar með öll erlend lán ríkisins gjaldfallið ef fyrirtæki á borð við Landsvirkjun og Byggðastofnun greiði ekki á gjalddaga.
Fulltrúar Seðlabankans kynntu tveimur þingnefndum í morgun greiningu sína á skuldastöðu og skuldaþoli ríkisins í tengslum við Icesave-samninginn. Þá var lögfræðiálit kynnt nefndunum þremur sem eru efnahags og skattanefnd og fjárlaganefnd. Seðlabankinn biður enn um að þær tölulegu upplýsingar sem gefnar eru séu ekki gerðar opinberar strax.
Í lögfræðiáliti Seðlabankans kemur fram að ekki var leitað til lögfræðinga bankans við samningsgerðina og hafa þeir því ekki áður gefið álit sitt, hvorki á ríkisábyrgðinni né Icesave samningum. Þeir benda á að ekki verði séð að nein tilvísun sé í samningnum til hinna umsömdu Brussel viðmiða um að taka tillit til hinna erfiðu og fordæmislausu aðstæðna sem Ísland er í og að íslenska ríkið virðist ekki eiga beinlínis rétt á að samningurinn skuli tekinn upp og endursamið. Þá kemur fram í lögfræðiálitinu að greiði fyrirtæki eins og Landsvirkjun eða Byggðastofnun ekki af lánum sínum hærri en 10 milljón pund, á gjalddaga, sem ríkið ábyrgðist, gæti Icesave-lánið og þar með öll erlend lán ríkisins gjaldfallið.(ruv.is)
Mér finnst gagnrýni Seðlabankans koma nokkuð seint fram. Hún hefði átt að birtast mikið fyrr.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.