Sumir lifeyrissjóðir óvarkárir í fjárfestingum sínum

Fimm lífeyrissjóðir sem voru í eignastýringu hjá Landsbankanum eru grunaðir um að hafa fjárfest um of í verðbréfum tengdum Landsbankanum og eigendum þeirra og gefið Fjármálaeftirlitinu (FME) rangar skýrslur um það. Búið er að yfirheyra fjölda manns í tengslum við rannsóknina, sem staðið hefur yfir frá því í mars, en rannsóknin beinist fyrst og fremst að þeim sem stýrðu eignum sjóðanna.

Um er að ræða Íslenska lífeyrissjóðinn, Lífeyrissjóð Eimskipafélags Íslands, Lífeyrissjóð Tannlæknafélagsins, Eftirlaunasjóð íslenskra atvinnuflugmanna og Kjöl, lífeyrissjóð og var skipaður umsjónaraðili yfir þeim öllum vegna rannsóknarhagsmuna í vor. Fjármálaráðuneytið hefur framlengt skipan umsjónaraðila Íslenska lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs Eimskipafélags Íslands, en hinum þremur hefur verið skilað til réttkjörinna stjórna. Meint brot áttu sér stað á fyrri hluta árs 2008. (mbl.is)

Það hefur áður komið í ljós,að margir lífeyrissjóðir hafa verið óvarkárir í fjárfestingum sínum. Þeir virðast hafa fjárfest óvarkárlega í bönkunum og keyot of mikið hlutafé í þeim.Það er alvarlegt mál,ef þessir lífeyrissjó'ir hafa gefið FME rangar skýrslur.

 

Björgvin Guðmundsson

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband