Þriðjudagur, 14. júlí 2009
Setja verður fyrirvara við samþykkt Ice save samkomulagsins
Fullkomin óvissa ríkir nú um afdrif Ice save málsins á alþingi.Það er tvennt sem veldur óvissunni: Óljós endurskoðunarákvæði í Ice save samkomulaginu. Og sú staðreynd,að skuldir ríkisins að meðtöldum Ice save skuldbindinum verði of stór hluti landsframleiðslunnar og því erfitt fyrir Ísland að rísa undir skuldunum.
Mér virðist nauðsynlegt að setja fyrirvara við samþykkt ríkisábyrgðar vegna Ice save samkomulagsins á alþingi. Þessi fyrirvari ætti að vera um það,að Ice save skuldbindingarnar mættu ekki vera nema tiltekið hlutafall af landsframleiðslu t.d. 1% á ári. Sumir segja ,að þetta mundi þýða nýjar samningaviðræður. Þá verður svo að vera. Það verður a.m.k að fá samþykki samningsaðla fyrir fyrirvaranum.Því miður hefur samninganefnd Ísland um Ice save ekki samið um nægileg traust endurskoðunarákvæði í Ice save samkomulaginu.Úr því verður að bæta.Sennilega að eðlilegast að gera það með fyrirvara við samþykkt ríkisábyrgðar.
Björgvin Guðmundssson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.