Þriðjudagur, 14. júlí 2009
Ekki formlegt lögfræðiálit Seðlabankans
Bréfið sem Árni Þór fékk er undirritað af Sigríði Logadóttur, aðallögfræðingi Seðlabankans. Árni Þór segir að bréfið verði lagt fram á fundi utanríkismálanefndar Alþingis sem hófst fyrir stundu.
Greint var frá því í gær að lögfræðingar Seðlabankans gagnrýna Icesave-samningana harðlega í álit sem þeir kynntu þingnefndum, m.a. fjárlaganefnd Alþingis. Ekki hafi verið leitað til lögfræðinga bankans við samningsgerðina og hafi þeir því ekki áður gefið álit sitt, hvorki á ríkisábyrgðinni né Icesave samningum.
Svavar Gestsson, sendiherra og formaður samninganefndar um Icesave-reikninganna, lýsti í gær undrun sinni á lögfræðiálitinu og sagði það koma mjög á óvart. Seðlabankinn hafi haft sinn fulltrúa í nefndinni sem starfaði með henni allan tímann.
Fulltrúar Seðlabankans voru kallaðir á fund þingnefnda vegna Icesave-málsins, í krafti stöðu sinnar, en töluðu samkvæmt bréfi aðallögfræðings Seðlabankans sem einstaklingar.
Ég er alveg stórundrandi á þessu. Þetta fólk er boðað hingað sem lögfræðingar Seðlabankans og þá væntir maður þess að það sé að tala í nafni sinnar stofnunar. Það gefur því auðvitað ákveðna vigt í sjálfu sér. Þau gagnrýna ýmislegt í þessum samningi en gagnrýnin verður að vera á réttum forsendum. Það má ekki villa á sér heimildir, segir Árni Þór Sigurðsson.
Hann segir málið lykta af pólitík.
Er þetta ekki bara fólk sem er ennþá í vinnu hjá gamla seðlabankastjóranum? Maður veltir því fyrir sér, segir formaður utanríkismálanefndar.(mbl.is)
Þetta er athyglisvert.Í fyrstu leit út fyrir,að einhverjir lögfræðingar bankans væru að tala í nafni bankans en síðan segir aðallögfræðingur bankans,að svo sé ekki.
Björgvin Guðmundsson

Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Hefur ríkisstjórnin, slegið á puttana á Seðlabankanum?
Það, er önnu hugsanleg túlkun, að yfirlögfræðingurinn hafi verið neyddur, til að senda inn þetta bréf, að þetta hafi í reynd verið álit Seðlabankans; en nú eigi að laga það.
Hvernig, getum við vitað, sannleikann.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 14.7.2009 kl. 12:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.