Miðvikudagur, 15. júlí 2009
Hrein (netto) skuld þjóðarbúsins 1000 milljarðar
Seðlabankinn hefur birt yfirlit yfir skuldir þjóðarbúsins,þ.e. ekki aðeins skuldir hins opinbera heldur skuldir alls þjóðarbúsins,að einkaðilum meðtöldum.Samkvæmt þessu yfirliti eru hreinar (netto) skuldir þjóðarbúsins 1207 milljarðar 2009 og 1096 milljarðar 2010. Erlendar eignir þjóðarbúsins eru 1625 milljarðar 2009 og 1857 milljarðar 2010. Hrein skuld þjóðarbúsins mun fara lækkandi á næstu árum og verður komin í 357 milljarða 2018.Brúttoskuldir þjóðarbúsins eru 2832 milljarðar 2009 og 2953 milljarðar 2010.Ice save skuld er talin með í skuldum þjóðarbúsins..
Seðlabankinn segir,að Ísland geti ráðið við skuldir sínar og Ice save samkomulagið.Hrein skuldastaða ríkissjóðs og Seðlabankans verður 44% af vergri landsframleiðslu 2010 og er hrein skuldastaða ýmissa ríkja verri þar á meðal Ítalíu og Japan.
Brúttóskuldir þjóðarbúsins eru hrikalega háar.Þeir,sem stjórnuðu fjármálakerfi landsins hafa komið okkur í þessa stöðu.Þar á ég við stjórnendur og eigendur bankanna og þá stjórnmálamenn,sem einkavæddu bankana og afhentu einkavinum bankana á útsöluverði. Eftirlit Seðlabanka og Fjármálaeftirlits brást síðan algerlega.Skoðun þeirra sem stjórnuðu Seðlabanka og FME var sú að allt ætti að vera frjálst. Það var frjálshyggjan sem réði og hún brást gersamlega.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:27 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.