Reykjanesbær selur GGE hlut í HS Orku

Bæjarstjórn Reykjanesbæjar samþykkti í gærkvöld samning við Geysi Green Energy um sölu á hlut í HS Orku. Bæjarráði var falið að ganga frá sölu á hlut bæjarins í HS Orku og kaup á stærri hluta í HS veitum.

Sjálfstæðismenn, sem skipa meirihluta bæjarstjórnar, samþykktu samninginn en minnihluti A-listans greiddi atkvæði á móti. Í bókun minnihlutans er fullyrt að verðmæti HS Orku og HS Veitna hafi ekki verið metið sérstaklega vegna þessara samninga.

Þess í stað hafi verið stuðst við gamalt verðmat. Forsendur þess hafi breyst við bankahrunið og fall krónunnar. Minnihlutinn heldur því fram að Reykjanesbær verði af 5 milljörðum króna í viðskiptunum, bærinn fái og lítið fyrir hlut sinn í HS Orku en borgi Geysi Green mikið fyrir hlut fyrirtækisins í HS veitum.

Þá gagnrýnir minnihlutinn að unnið hafi verið að sölunni á bak við luktar dyr. Bæjarstjórinn hafi unnið að viðskiptum Reykjanesbæjar við Geysi Green Energy á lokuðum einkafundum. Að ferlinu hafi aðeins komið tveir bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins og forsvarsmenn Geysis Green. Öðrum fyrirtækjum hafi ekki verið gefinn kostur á að bjóða eign Reykjanesbæjar.

Árni Sigfússon, bæjarstjóri í Reykjanesbæ, vísar þessari gagnrýni minnihlutans í bæjarstjórn algjörlega á bug.

Árni segir að þrátt fyrir kreppu séu þeir að ná sama verði og sveitarfélögin hafi fengið þegar þau seldu sig úr HS Orku árið 2007, það sé því rökleysa að halda því fram að verið sé að gera samninga um lágt söluverð.(ruv.is)

Umrædd sala er mjög umdeild. Minnihlutinn í bæjarstjórn Reykjaness er alveg á móti henni.Deilt er m.a. um Það hvort rétt verð  hafi fengist fyrir hlutinn.

 

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband