Urðum að hætta við að fara til Finnlands

Við hjónin höfðum keypt farseðla til Finnlands og ætluðum að fara í dag að  heimsækja son okkar og tengdadóttur í Kouvola,Finnlandi.En vegna veikinda konu minnar urðum við að hætta við ferðina.Þetta voru mikil vonbrigði fyrir okkur öll,son okkar og tengdadóttur og fyrir okkur hjónin.En það koma tímar og koma ráð. Við  verðum að reyna að fara  síðar,þegar heilsan verður betri.

Í morgun hringdi  Björgvin sonur okkar frá Finnlandi og sagði,að hann væri að hugsa um að skella sér til Íslands í heimsókm til okkar vegna þess hvernig til tókst. Það verður skemmtilegt og kemur að nokkru leyti   í staðinn fyrir Finnlandsferðina.

 

Björgvin Guðmundsson

  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband