Miðvikudagur, 15. júlí 2009
Tekur upp merki Einars Olgeirssonar
Guðfríður Lilja þingmaður VG flutti mikla ræðu um ESB á alÞingi í dag. Að vísu fjallaði ræðan minnst um ESB heldur um stjórnmál almennt,kapitalisma og sósialisma.Hún talaði fjálglega um að auðhringar Evrópu réðu öllu í ESB og sá ekkert nema slæmt við EES,Evrópska efnahagssvæðið.Mér fannst þegar ég hlustaði á ræðu hennar eins og Einar Olgeirsson væri að tala.Efnið var mjög svipað ræðum Einars. Eini munurinn var sá,að nú talaði kona og flutti svipaða ræðu og Einar Olgeirsson flutti í hvert sinn sem hann talaði.
Guðfríður sá ekkert jákvættt við ESB. Verkalýðshreyfingin hefur komist að raun um að unnið er að miklum félagslegum umbótum innan ESB og margar umbætur hafa borist hingað fyrr en ella hefði orðið vegna aðildar okkar að EES.Það er himinn og haf milli skoðana Guðfríðar Lilju og skoðana þingmanna Samfylkingarinnar.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:00 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.