Miðvikudagur, 15. júlí 2009
Styður Borgarahreyfingin aðildarviðræður?
Það er vel hugsanlegt og ekkert útilokað að Borgarahreyfingin greiði atkvæði með tillögu ríkisstjórnarinnar um aðildarviðræður við Evrópusambandið á morgun. Þetta segir Þór Saari talsmaður hreyfingarinnar. Hann segir þingflokkinn hafa brotið samkomulag sem hann hafi gert við stjórnarflokkana um stuðning og það þyki þeim leitt. Þór var gestur í Kastljósi í kvöld sem sent var frá Alþingi.
Atburðarásin á Alþingi tók óvænta stefnu í morgun þegar þrír af fjórum þingmönnum Borgarahreyfingarinnar ákvað að styðja ekki tillögu ríkisstjórnarinnar um aðildarviðræður við Evrópusambandið. Ástæðan er Icesave samningurinn sem Þór Saari segir eitt eitraðasta og alvarlegasta mál sem nokkuð þing hafi tekið á. Þór segir þingmenn Borgarahreyfingarinnar viðurkenna að þeir brutu samkomulag við stjórnarflokkana.
Bj0rgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Blessaður. Fólkið þarf að kjósa það sem því sjálfu finnst, ekki það sem Evru-flokkurinn vill. Ofríkið í þeim virðist nú vera að brjóta alla lýðræðislega undirstöðu. Hins vegar ætti Alþingi ekkert að hafa þetta mál þarna núna neitt:Fólkið í landinu hefur ekki kosið eum sækja um inngöngu í EU.
Elle_, 15.7.2009 kl. 23:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.