Ráðherra hótar öryrkjum!

Fyrir skömmu kom félags-og tryggingamálaráðherra fram í sjónvarpi og sagði að hart yrði tekið á bótasvikum  "atvinnulausra" og öryrkja! Ég er sammála því,að taka þarf með hörku á því ef einhverjir eru að svíkja út fé  úr atvinnuleysustryggingasjóði. Slíkt er óþolandi og á ekki að líða. En ég  skil ekki alveg hvers vegna ráðherra er að spyrða saman "atvinnulausa" og öryrkja.Hér er ólíku saman að jafna.Öryrkjar eru metnir   öryrkjar á grundvelli læknisvottorðs og til skamms tíma fór fram mat á örorkunni hjá tryggingayfirlækni.Ef  ráðherra telur,að einhver svik séu í tafli við mat á örorku er við læknana að sakast en ekki öryrkjana.En ég trúi því ekki að læknar séu að gefa vottorð um örorku,ef hún er ekki fyrir hendi.Hér er ég hræddur um að ráðherra hafi fengið ráð misviturra embætismanna.Nýlega voru birtar tölur um mikla fjölgun öryrkja.Þá er rokið til og talað um bótasvik.Fyrir nokkrum árum voru svipaðar skýrslur birtar um fjölgun öryrkja. Þá fékk Geir H.Haarde þáverandi forsætisráðherra  forstöðumann Hagfræðistofnunar Háskólans,Tryggva Þór  Herbertsson,til þess að rannsaka málið. Tryggvi Þór komast að þeirri niðurstöðu að fækka mætti öryrkjum mikið.Stjórnmálamönnum hefur láðst að athuga örsakir fjölgunar öryrkja. Orsökin er sú,að hér hefur verið byggt upp ómanneskjulegt samfélag. Það var byggt upp hér þjóðfélag græðgishyggju  og gróðahyggju. Þeir starfsmenn fyrirtækja, sem ekki risu undir kröfum um gífurleg afköst og mikla vinnu voru umsvifalaust reknir.Á sama tíma var skefjalaust lífsgæðakapphlaup.Allir áttu að eignast allt strax hvort sem þeir höfðu efni á því eða ekki.Síðan hrundi þetta allt saman og heilsan hefur brostið hjá mörgum.Á þessu tímabili fjölgaði öryrkjum eðlilega  mikið og hið sama gerist nú,þegar 9% vinnufærra manna eru atvinnulausir og fólk getur ekki borgað skuldir sínar.Stjórnvöld þurfa að bæta aðstöðu öryrkja en ekki að stimpla þá svikara.

 

Björgvin Guðmundsson

 

.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband