Ríkisstjórnin verður að leiðrétta lífeyri eldri borgara strax!

Nú er kominn 18.júlí og   2 1/2 vika síðan lífeyrir eldri borgara og öryrkja var lækkaður af  svokallaðri félagshyggjustjórn.Það er engin félagshyggjustjórn,sem ræðst gegn eldri borgurum og öryrkjum.Félagshyggja gengur m.a. út á það   að  jafna kjörin í landinu,færa fjármuni til aldraðra og öryrkja og annarra,sem minna mega sín frá hinum,sem betri kjör hafa. Stjórnarflokkarnir lýstu því yfir fyrir  kosningar að þeir ætluðu að standa vörð um velferðarkerfið og ekki nóg með það, þeir lýstu því yfir við stjórnarmyndun að þeir ætluðu að koma hér á velferðarsamfélagi að norrænni fyrirmynd. Þetta hafa stjórnarflokkarnir svikið. Þeir hafa ráðist  á helgustu vé jafnaðarmanna,félagshyggjumanna  almannatryggingarnar. Stjórnin hefur skorið niður framlög til almannatrygginga þrátt fyrir loforð fyrir kosningar um annað.Á sama tíma og lífeyrir aldraðra og öryrkja var skorinn niður voru laun láglaunafólks í landinu hækkuð.Þau voru hækkuð 1.júlí sl. og verða hækkuð á ný 1.nóv. og aftur næsta  ár. Ríkisstjórnin verður að hækka lífeyri  lífeyrisþega til samræmis við hækkun láglaunfólks í landinu.Lífeyrisþegar eiga rétt á sambærilegri hækkun á  lífeyri sínum og nemur hækkun lágmarkslauna 1.júlí og 1.nóvember.Og það er sanngirnismál og í samræmi við kosningaloforð að  skerðing lífeyris 1,julí sl. verði dregin til baka.
Ríkisstjórnin fær  engan frið fyrr en hún leiðréttir kjör lífeyrisþega.Hún verður að leiðrétta kjörin strax og í síðasta lagi 1.ágúst n.k.   með gildistíma fra 1.júlí sl.
Björgvin Guðmundsson

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband