Alger óvissa um Ice save

Hart er lagt að þingmönnum, stjórnarliðum jafnt sem stjórnarandstæðingum, að flýta umfjöllun um Icesave-málið en ólíklegt er, að það verði afgreitt úr nefnd fyrr en um miðja næstu viku.

Stjórnarandstæðingar telja samt enn langt í land með, að Icesave-málið verði þingtækt, segja að enn vanti upplýsingar og gögn, sem óskað hafi verið eftir.

Það er því með öllu óvíst, að það takist að ljúka sumarþinginu fyrir aðra helgi enda eru líka uppi efasemdir um Icesave-samninginn í báðum stjórnarflokkunum. Það er því eins víst, að Icesave-samningur í núverandi mynd yrði felldur í atkvæðagreiðslu á þingi.(mbl.is)

Ekkert vit virðist í því að afgreiða Ice  save án fyrirvara.Eina leiðin er að setja fyrirvara fyrir ríkisábyrgðinni,þannig,að  greiðslur afborgana og vaxta megi ekki fara upp fyrir ákveðið hlutfall landsframleiðslu á ári,t.d. 1%.

 

Björgvin Guðmundsson

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband