Ice save málið afgreitt úr fjárlaganefnd um miðja næstu viku

Björn Valur Gíslason, alþingismaður VG og varaformaður fjárlaganefndar, telur að hægt verði að afgreiða Icesave-frumvarpið úr nefnd um miðja næstu viku, að því er fram kom í Ríkisútvarpinu í kvöld.

Björn Valur sagði að hann teldi að hægt yrði að afgreiða frumvarpið úr nefnd á þriðjudag eða miðvikudag. Hann sagði að samningnum verði ekki breytt. Hann muni standa óhaggaður. Hins vegar megi vel hugsa sér að hnykkja betur á endurskoðunarákvæðinu. (mbl.is)

Það er athyglisvert,að varaformaður fjárlaganefndar telur unnt að herða á endurskoðunarákvæðum í samkomulaginu um Ice save.Ég tel algera nauðsyn að svo verði gert og raunar þyrfti einnig að setja inn ákvæði um að greiðslur mættu ekki vera nema t.,d. 1% af landframleiðslu.

 

Björgvin Guðmundsson


 

Fara til baka 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband