Skerðing tryggingabóta vegna tekna úr lífeyrissjóði verði afnumin

Þegar lífeyrissjóðir landsmanna voru stofnaðir fyrir baráttu verkalýðshreyfingarinnar voru þeir hugsaðir  sem viðbót við almannatryggingarnar.Þeir áttu ekki að leiða til neinnar skerðingar á lífeyri almannatrygginga.Lífeyrissjóðirnir áttu að vera hrein viðbót.Launþegar skyldu greiða í lífeyrissjóð alla sína starfsævi gegn mótframlagi frá atvinnurekendum og fá síðan greitt úr lífeyrissjóði á eftirlaunaaldri og ef slys bæri að höndum og örorka af þeim sökum. Það hvarflaði ekki að mönnum við stofnun lífeyrissjóðanna, að þeir mundu leiða til skerðingar á tryggingabótum aldraðra.
Þegar stjórnvöld settu lög um skerðingar á lífeyri almannatrygginga vegna tekna úr lífeyrissjóði voru það alger svik við upphaflegt markmið lífeyrissjóðanna.Á hinum Norðurlöndunum tíðkast ekki slíkar skerðingar vegna tekna úr lífeyrissjóðum.Í Svíþjóð t.d. er engin skerðing á lífeyri frá almannatryggingum vegna tekna úr lífeyrissjóði.Þannig virkar nörræna velferðarsamfélagið,sem núverandi ríkisstjórn ætlar að koma á hér! Landssamband eldri borgara gerir kröfu til þess að skerðing tryggingabóta vegna tekna úr  lífeyrissjóði verði afnumin.Ég tek undir þá kröfu.
Björgvin Guðmundsson

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband