Sunnudagur, 19. júlí 2009
Misskipting hafði aukist
Morgunblaðið skrifar um skattmál o.fl. vegna bankahrunsins í Reyjavíkurbréfi í dag.Blaðið vitnar m.a. í Stefán Ólafsson prófessor í því sambandi en Stefán hefur ritar margar greinar og flutt erindi um ranglætið í skattamálum. M.a. hefur Stefán gagnrýnt, háa skatta á lágar tekjur en tiltölulega lága skatta á háar tekjur.Hann hefur gagnrýnt misskiptingu í þjóðfélaginu,sem hafði stóraukist.Mbl. gagnrýnir,að skattkerfið hér hafi gert upp á milli fólks eftir því hvernig það hefur aflað sér peninga.Menn hafi borgað hærri skatta af atvinnutekjum en af fjármagnstekjum. Ég tek undir þessa gagnrýni Mbl.Það er ranglátt að skattur af atvinutekjum skuli vera mikið hærri en skattur af fjármagni.Ég tel,að það verði að jafna þennan mun með því að hækka fjármagnstekjuskatt en þó ætti ákveðin upphæð sparifjár að vera skattfrjáls.
Mbl. vekur athygli á því að lagður hafi verið á hátekjuskattur frá 1.júlí sl. Nemur hann 8% á tekjuskattskyldar tekjur yfir 700 þús. kr. Sjálfsagt finnst mörgum 700 þús. kr. tekjur ekki háar og eru ekki ánægðir með að hátekjuskattur skuli lagðu á tekjur þar yfir. En bankahrunið reynist okkur dýrt og eitthvað verður að gera til þess að jafna fjárlagahallann.Ég tel þetta góða leið í því efni að skattleggja þá sérstaklega sem hafa háar tekjur en hlífa þeim sem hafa lágar tekjur.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:36 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.