Tímabært að kyrrsetja eignir grunaðra auðmanna

Ríkisstjórnin hefur ákveðið að leggja 100 millj.kr. aukafjárveitingu til sérstaks saksóknara en áður hafði komið fram,að ríkisstjórnin hafði samþykkt að fjölga sérstökum saksóknurum þannig,að það yrði einn fyrir hvern banka, sem komst i þrot.Dómsmálaráðherra hefur flutt lagafrumvörp um þessar breytingar.Á sama tíma hefur þess orðið vart,að sérstakur saksóknari hefur látið hendur standa fram úr ermum og margir hafa verið yfirheyrðir.Einnig hefur rannsóknarnefnd alþingis yfirheyrt marga.Nú styttist sá tími sem sú nefnd hefur til starfa en hún á að skila af sér í nóvember n.k. Miðað við það sem hér hefur verið sagt ætti að vera orðið tímabært að kyrrsetja eignir þeirra auðmanna,sem teknir hafa verið til yfirheyrslu og eru grunaðir.Hætt er við því að þeir komi eignum sínum undan,ef kyrrsetning dregst lengur,ef þeir hafa ekki þegar komið öllu undan.

 

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband